Allt sem fólksflutningabíll þarfnast.

EQV er einstaklega vel búinn. Honum fylgir MBUX margmiðlunarkerfið, fjölmörg akstursstoðkerfi og þægindabúnaður af ýmsu tagi. Með breiðu úrvali af aukahlutum er hægt að sérsníða þennan vel búna fólksflutningabíl svo hann mæti öllum þínum þörfum.

Leiðsögukerfi.

MBUX margmiðlunarkerfið er staðalbúnaður og leiðsögukerfið er hluti af því. Það er einfalt og þægilegt í notkun. Það er með raddstýringu og auðveldar þér með sínum mörgum aðgerðum að komast hratt og örugglega á áfangastað.

Borð.

Borðapakkinn inniheldur marga gagnlega aukahluti sem gera dvölina fyrir farþega í aftursætum bílsins enn ánægjulegri. Færanlegu felliborðin nýtast þeim til að borða nestið sitt, vinna eða hafa ofan af fyrir sér. Glasahaldarar í hliðunum sjá til þess að drykkirnir fara ekki til spillis. Þessu til viðbótar eru hagnýtar hirslur í netavösunum á aftanverðum fram- og aftursætunum sem auka enn frekar á notagildið í innanrýminu. Þá er má hlaða snjallsíma, tölvur og önnur viðtæki með 12 V rafúttakinu.

Forhitun og –kæling.

Forhitunar- og forkælingarbúnaðurinn tryggir þægilegt hitastig inni í bílnum áður en lagt er af stað. Þessu fylgir mikill þægindaauki þegar heitt eða kalt er í veðri. Sé aðgerðin virkjuð meðan bíllinn er í hleðslu gengur það ekki á hleðslu rafgeymisins.

Stórt glerþak.

Stórt glerþak hleypir mikilli birtu í gegnum stóran glerflötinn inn í farþegarýmið. Það skapar bjart, vinalegt og þægilegt andrúmsloft inni í bílnum.

EQV hönnunarpakki að utan.

EQV hönnunarpakki að utan gefur bílnum ómótstæðilegt og sportlegt yfirbragð með aðgreinanlegu svipmóti að framan auk annarrar hágæða útlits- og búnaðarhönnunar.
Aukabúnaður.

EQV hönnunarpakki að innan.

Fjöldi blárra og rósgullitaðra hönnunaratriða, sérsniðnar innréttingar og fleiri hágæða hönnunarþættir í EQV hönnunarpakkanum gefa innanrými bílsins nýstárlegt svipmót.

AVANTGARDE Line búnaðarpakki.

Gagnlegur og sjónrænt aðlaðandi búnaður sem dregur fram sportlega ásýnd bílsins og aðgreinir hann frá öðrum. LED aðalljósin og afturljósin ásamt hliðarlista og krómlista að aftan, gefa ytra byrði bílsins fágað yfirbragð. Þægindasæti klædd Lugano leðri og listar með tveggja randa útliti stuðla að enn meiri fágun í innanrýminu ekki síður en umhverfislýsingin. Búnaðurinn er aukabúnaður.

AIRMATIC.

AIRMATIC loftpúðafjöðrunin vekur eftirtekt fyrir afburða fjöðrun og dempun ásamt hæðarstýringu sem lagar sig sjálfvirkt að hleðslu bílsins.