Rými fyrir allar hugmyndirnar.

Rúmgóður fyrir farþega jafnt sem farangur.

EQV státar af miklu innanrými. Hann tekur allt að 8 manns í sæti ásamt farangri og fylgihlutum. Rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á innanrýmið. Af þessu leiðir að í lengstu útfærslu bílsins er farangursrýmið allt að 1.410 l. Úr mörgu er að velja þegar kemur að innanrýminu: Bíllinn býðst með fjórum stöðluðum einstaklingssætum og tvær sætaraðir eru fáanlegar í afturrými, hver með þriggja sæta bekkjum. Ef þörf er fyrir allt rýmið til flutninga er hægt að fjarlægja sætin úr bílnum.