Endurspeglar fullkomlega fágaða hönnun Mercedes-Benz.

AIRMATIC.

AIRMATIC loftpúðafjöðrunin vekur eftirtekt fyrir afburða þægindi í fjöðrun og dempun ásamt hæðarstýringu sem lagar sig sjálfvirkt eftir hleðslu bílsins.

Fjarlægðarvari DISTRONIC.

Fjarlægðarvari DISTRONIC getur með sjálfvirkum hætti haldið öruggri fjarlægð að næsta ökutæki á undan. Búnaðurinn dregur úr álagi á ökumanni í þungri borgarumferð, svo dæmi sé tekið.

Audio 40.

Audio 40 margmiðlunar- og leiðsögukerfið býður jafnt upp á vegaleiðsögn og margvíslegar samskipta-, upplýsinga- og afþreyingaraðgerðir. Tækinu er stýrt með einföldum hætti með snertiskjánum.

Borðapakki.

Til viðbótar við felliborð fylgja borðapakkanum margir nytsamlegir aukahlutir sem gera vistina í bílnum enn ánægjulegri.

Vito speglapakki.

Vito speglapakkanum fylgja speglar með sjálfvirkri dimmun og rafstýrðri aðfellingu á hliðarspeglum. Hvort tveggja er til þægindaauka og eykur öryggi í akstri. Aukabúnaður.

LED skynrænt ljósakerfi.

Skynræna LED ljósakerfið bætir útsýni ökumanns og þar með akstursöryggi. Búnaðurinn getur með sjálfvirkum hætti aðlagað lýsingu út á veginn að mismunandi akstursaðstæðum.  Aukabúnaður.